Bestu baðstrendurnar á Mallorca

Palma-strönd á Mallorca, Spáni.
Palma-strönd á Mallorca, Spáni. AFP

Í gegnum tíðina hefur Mallorca verið vinsæll áfangastaður á meðal ferðaþyrstra Íslendinga. Spænska eyjan Mallorca er einstakur áfangastaður, þá helst fyrir þær sakir að geta uppfyllt draumafrí margra. Það skiptir ekki máli hvort Mallorca-farar séu í leit að fjölskylduvænni afslöppun, rómantískri para upplifun eða dúndrandi djammi, það er eitthvað fyrir alla á Mallorca.

Ein helsta ástæðan fyrir því að fólk elskar Mallorca og pantar sér ferðir þangað oftar en einu sinni á lífsleiðinni eru náttúruperlurnar sem einkenna eyjuna. Hvítu strendurnar og kristaltæri sjórinn heilla Íslendinga upp úr skónum og þrátt fyrir að flestir Íslendingar ferðist til Mallorca á háannatíma þá hefur það ekkert að segja. Friðsæl og falleg náttúran er langt frá því að fölna þó svo að ferðamenn hertaki eyjuna á ákveðnum tíma árs.

Ef þú ætlar að skella þér í frí til Mallorca í náinni framtíð þá skaltu ekki láta þessar fögru, friðsamlegu og framandi baðstrendur framhjá þér fara. Samkvæmt lista sem orlofshúsaleigan Holidu gaf út fyrir skömmu þá eru þetta topp fimm bestu baðstrendur sem Mallorca býr yfir. 

Þá er aðeins eitt eftir. Bóka ferð til Mallorca, pakka niður í ferðatösku og hoppa upp í flugvél.

Cala Figuera

Skjáskot/Instagram

Cala Llombards

Skjáskot/Instagram

Caló des Moro

Skjáskot/Instagram

Cala Mesquida

Skjáskot/Instagram

Cala Agulla

Skjáskot/Instagram

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert