Fáklædd á spænskri draumaeyju

Nicole Scherzinger er dugleg að ferðast á suðrænar slóðir.
Nicole Scherzinger er dugleg að ferðast á suðrænar slóðir.

Það eru fáar stjörnur jafnduglegar að ferðast og Pussy Cat söngkonan Nicole Scherzinger. Hún og fyrrum rugby fótboltahetjan Thom Evans hafa svo gott sem verið í einu löngu fríi síðan þau byrjuðu saman fyrir tveimur árum.

Nú njóta þau sólar við Spánarstrendur og hafa meðal annars varið degi í að sigla til eyjarinnar Formentera sem er staðsett sunnan við Ibiza. Eyjan er vinsæll áfangastaður fyrir fólk sem elskar fallegar og ósnortnar strendur. Hafið er kristaltært og sandurinn hvítur og því ekki að undra að strendur Formentera hafi oft á tíðum ratað á lista bestu stranda heims. 

Það er hægt að eiga góða daga á eyjunni Formentara.
Það er hægt að eiga góða daga á eyjunni Formentara. Unsplash.com/David

Thom Evans segist hafa dottið í lukkupottinn þegar hann kynntist Scherzinger. „Enginn spyr Nicole hvernig hún nældi í mig því ég er að teygja langt upp fyrir mig. Hún er svo þægileg og skemmtileg. Ég datt í lukkupottinn,“ sagði Evans í viðtali við The Sun. „Fólk segir gjarna að maður viti þegar maður hittir þá einu réttu. Ég hafði aldrei upplifað slíkt.  Eftir örfáa daga með Nicole þá var bara allt frábært og hefur verið frábært alla tíð síðan.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert