Sendi sjóðheitar kveðjur úr sólinni

Það væsir ekki um sjónvarpsskonuna Maya Jama.
Það væsir ekki um sjónvarpsskonuna Maya Jama. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpskonan Maya Jama sendi fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Instagram hlýjar kveðjur úr sólinni á Turks- og Caicoseyjum. Það virtist ekki væsa um Jama í fríinu, en af myndum að dæma skemmti hún sér konunglega. 

View this post on Instagram

A post shared by Maya Jama (@mayajama)

„Það var slökkt á símanum mínum 99% af tímanum, en hér eru myndir,“ skrifaði Jama við myndirnar. 

Maya Jama ásamt unnusta sínum Ben Simmons.
Maya Jama ásamt unnusta sínum Ben Simmons. Skjáskot/Instagram

Jama naut sín á ströndinni með unnusta sínum, körfuboltamanninum Ben Simmons. Simmons leikur körfubolta í bandarísku NBA-körfuboltadeildinni og var áður með ofurfyrirsætunni Kendall Jenner. 

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Jama sýndi frá lúxusdvalarstað þeirra þar sem hún stillti sér upp fyrir mynd við glæsilega sundlaug. 

Skjáskot/Instagram.
mbl.is