Drekka rándýrt vín í brúðkaupsferðinni

Brooklyn og Nicola Peltz-Beckham.
Brooklyn og Nicola Peltz-Beckham. AFP

Hjónakornin ungu Brooklyn og Nicola Peltz-Beckham njóta nú hveitibrauðsdaganna í St Tropez. Þar væsir ekki um parið.

Brooklyn sem er 23 ára hefur verið duglegur að birta myndir á samfélagsmiðlum af hinum ýmsu kræsingum sem lagt er á borð fyrir þau en vitað er að hann er mikill áhugamaður um mat. Þá hefur hann einnig birt myndir af hágæða víni en flaskan er talin kosta um hálfa milljón íslenskra króna.

Brooklyn Peltz-Beckham mundar hina rándýru flösku.
Brooklyn Peltz-Beckham mundar hina rándýru flösku. Skjáskot/Instagram

Parið er sagt vera afar ástfangið og eru þau dugleg að leiðast um götur borgarinnar og kyssast og knúsast á hverju götuhorni.

Beckham hef­ur landað ýms­um aug­lýs­inga­samn­ing­um und­an­farið sem ýtir und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði hans. Marg­ir hafa þó bent á að það sé lítið sem bendi til þess að hann hafi fundið köll­un sína í líf­inu, eitt­hvað sem veiti hon­um fyll­ingu og sé góður í. 

Beckham hefur reynt fyr­ir sér sem ljós­mynd­ari og gaf út bók með ljós­mynd­um sín­um sem bar heitið What I See. Þar var til að mynda mynd af fíl í skugga og við mynd­ina stóð: „Svo erfitt að mynda en ótrú­legt að sjá“. Við aðra óskýra mynd stóð: „Mér lík­ar þessi mynd, hún er úr fókus en svo ótrú­lega margt að ger­ast á henni.“

Ný­lega hef­ur Beckham verið að reyna fyr­ir sér sem kokk­ur og gerði nokkra þætti fyr­ir sam­fé­lags­miðla. Þar læt­ur hann ýmsa gull­mola flakka eins og til dæm­is: „Ég elska ost, hann er eins og smjör.“ Gagn­rýn­end­ur hafa líkt hæfi­leik­um hans í eld­hús­inu við söng­hæfi­leika móður sinn­ar. Aðrir hafa bent á hversu erfitt það sé fyr­ir börn frægra að finna sinn stað í líf­inu því það má ekk­ert út af fara. All­ir séu til­bún­ir til þess að gagn­rýna þau. 

Flaska þessi kostar um hálfa milljón íslenskra króna.
Flaska þessi kostar um hálfa milljón íslenskra króna. Skjáskot/Instagram
Ekkert er betra en að njóta góðs matar í fríi.
Ekkert er betra en að njóta góðs matar í fríi. Skjáskot/Instagram
Þau ættu ekki að vera svöng í ferðinni.
Þau ættu ekki að vera svöng í ferðinni. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert