Sjáðu jökulinn áður en hann hverfur

Fræðsla í Holuhrauni, fræðsla um svæðið er gestum að kostnaðarlausu
Fræðsla í Holuhrauni, fræðsla um svæðið er gestum að kostnaðarlausu

Landverðir ætla að leiða fræðslu í Vatnajökulsþjóðgarði í sumar gestum að kostnaðarlausu. Fjölbreytt landsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs býður upp á margvíslega möguleika til útivistar, upplifunar og innblásturs. Allar fræðslugöngunnar fjalla um náttúru og sögu svæðisins en göngurnar eru flestar innan við klukkustund og eru gestum að kostnaðarlausu. Tilvalið er að taka þátt í fræðsludagskrá landvarða til að kynnast náttúru og sögu svæðisins enn betur.  

Kári þjóðgarðsvörður við fræðslu
Kári þjóðgarðsvörður við fræðslu

Fræðsla frá landvörðum fyrir stóra sem smáa í Vatnajökulsþjóðarði í sumar

Fræðsla um náttúru, náttúruvernd, sögu og menningarminjar er eitt af meginmarkmiðum þjóðgarðsins. Fjölbreytt dagskrá er í gangi yfir sumartímann, það er því boðið upp á reglulegar fræðslugöngur og barnastundir um allan garðinn. Það eru líka stakir viðburðir eins og brenna í Skaftafelli yfir Verslunarmannahelgina og geimfaraganga á slóðir NASA við Öskju.

Barnastundir – leikir og náttúruskoðun

Sérstök áhersla er lögð á náttúrutengda barnafræðslu í þjóðgarðinum og í sumar. Sérstakar barnastundir fyrir sex til 12 ára eru í Ásbyrgi, Skaftafelli, Snæfellsstofu í Fljótsdal og Skaftaárstofu á Kirkjubæjarklaustri. Farið er í leiki og náttúruskoðun með landverði og áhersla lögð á að gefa börnum tækifæri á að tengja við og upplifa náttúruna í gegnum leiki.

Barnastund í Snæfellstofu
Barnastund í Snæfellstofu

Þjóðgarður elds og íss

Þjóðgarðurinn er einstakur á heimsvísu sem var staðfest með heimsminjaskráningu árið 2019. Það er gríðarstór hveljökull – Vatnajökull ásamt heitum reit og flekaskilum. Eldur og ís hefur skapað þessa mögnuðu náttúru sem sjá má á svæðinu. Eldsumbrot eru tíð, miklar jökulár móta landið og jöklarnir líka.

Vatnajökull bregst hratt við áhrifum hlýnandi loftslags. Jökullinn þynnist, farg hans minnkar og landið undir rís. Fargléttingin er talin geta aukið virkni eldstöðva undir jöklinum en jökulhlaup verða að jafnaði minni. Skriðjöklar hörfa hratt og á sama tíma eykst afrennsli, jökullón stækka og breytast í stöðuvötn, ár breyta um farveg og brýr standa eftir á þurru landi. Það er óvíst hversu lengi jöklarnir verða til staðar.

Falljökull, ísfall verður í jöklum sökum loftlagsbreytinga
Falljökull, ísfall verður í jöklum sökum loftlagsbreytinga

Vatnajökull verður að mestu horfinn fyrir lok næstu aldar ef ástandið helst eins. Það verða aðeins smá jöklar eftir á hæðstu fjallatindum. Umhverfi Vatnajökulsþjóðgarðs býður upp á tækifæri til að auka vitund gesta um áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga og starfsfólk tekur það hlutverk alvarlega. 

Öfærufoss
Öfærufoss
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert