Eru þetta bestu hótelin í Reykjavík?

Breski miðilinn Independent tók saman bestu hótelin í Reykjavík.
Breski miðilinn Independent tók saman bestu hótelin í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breski miðilinn Independent tók saman bestu hótel í Reykjavík á dögunum. Á listann rata meðal annars Kex Hostel, Hótel Borg, Icelandair Hótel Reykjavík marina og Radison Blue. 

Hótelin voru valin út frá nokkrum þáttum og þar er til dæmis Kex Hostel valið besta hótelið til að vera í nánd við mannlífið. Hótel Borg er besta hótelið ef ferðamenn vilja gera vel við sig og Canopy Hilton er besta hótelið til að upplifa íslenska menningu.

Bretarnir hafa kannski ekki gert ítarlega rannsókn á hverfum borgarinnar því þegar kemur að því að tilgreina í hvaða hverfi hótelin eru, eru hótelin í miðborginni sögð vera í „mioborg“.

Listi Independent

  • Fyrir félagslíf - Kex Hostel
  • Fyrir lúxus - Hótel Borg
  • Fyrir hreina samvisku - Eyja Guldsmeden
  • Fyrir góðan mat - Icelandair Hótel Marina
  • Fyrir íslenska menningu - Canopy Hilton
  • Fyrir viðskiptaferð - Radison Blu 1919
  • Fyrir sögu og menningu - Sand Hotel
  • Fyrir heima að heiman - Reykjavík Marina Residence
  • Fyrir ódýran kost - Loft
mbl.is