Britney ber að ofan í brúðkaupsferð

Britney er að njóta lífsins til fulls í brúðkaupsferðinni sinni
Britney er að njóta lífsins til fulls í brúðkaupsferðinni sinni Ljósmynd/Instagram

Söngkonan Britney Spears og eiginmaður hennar líkamsræktarþjálfarinn Sam Asghari njóta nú lífsins í brúðkaupsferð sinni. Spears birti myndbönd af sér á Instagram þar sem má sjá hana létta í lund, spókandi sig um í sjónum á sundfatnaði. Hún fjarlægði svo sundtoppinn sinn fljótlega í einu myndbandinu.  

Parið er í tveggja vikna snekkjuferð þar sem þau ferðast á milli eyja. Þau eru í suðrænni paradís en ekki er nákvæmlega vitað hvar þau eru. Tær sjór og fallegar strendur eru í bakgrunni á myndböndum Spears og samkvæmt henni er hún stödd í „ótrúlegri paradís.“

Parið gifti sig en brúðkaup þeirra vakti mikla athygli. Fjölskyldu Spears var ekki boðið og það var brotist inn á heimili hennar sama dag og brúðkaupið fór fram.  

mbl.is