Lúxusútilega í frönsku sveitinni

Ljósmynd/Airbnb.is

Að mati margra er fátt sem jafnast á við góða útilegu, en þær geta þó verið mis glæsilegar. Síðustu ár hafa svokallaðar glæsilegur (e. glamping) notið mikilla vinsælda, en það eru útilegur með heldur betri búnaði sem minna helst á lúxushótelgistingu. 

Í Suður-Frakklandi er að finna sannkallaða glæsilegu með einkasundlaug og heitum potti. Tjaldið rúmar fjórar manneskjur, en þar eru tvö rúm og eitt baðherbergi. Úr tjaldinu er gengið út á stóran pall með einkasundlaug og heitum potti.

Til hliðar við tjaldið má finna yfirbyggt útieldhús og notalega setustofu. Útsýnið er ekki af verri endanum, yfir frönsku sveitina og niður að sjó. Nóttin er á 191 dollara, sem gera um 26 þúsund íslenskar krónur. 

Ljósmynd/Airbnb.is
Ljósmynd/Airbnb.is
Ljósmynd/Airbnb.is
Ljósmynd/Airbnb.is
Ljósmynd/Airbnb.is
Ljósmynd/Airbnb.is
Ljósmynd/Airbnb.is
Ljósmynd/Airbnb.is
Ljósmynd/Airbnb.is
Ljósmynd/Airbnb.is
Ljósmynd/Airbnb.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert