Meghan og Harry á leið til New York

Meghan hertogaynja og Harry Bretaprins eru á leið til New …
Meghan hertogaynja og Harry Bretaprins eru á leið til New York í næstu viku. AFP

Meghan hertogaynja af Sussex og Harry Bretaprins eru á leið til New York borgar í Bandaríkjunum í næstu helgi. Verða hjónin þar viðstödd fund Sameinuðu þjóðanna á degi Nelson Mandela, sem er hinn 18. júlí. 

Búist er við því að Harry muni flyta ræðu á fundinum. 

Hjónin eru búsett í Los Angeles í Kaliforníu en þangað fluttust þau eftir að þau sögðu sig frá konunglegum skyldum sínum. 

Harry og Meghan hafa haldið minningu Mandela á lofti síðan þau hittu ekkju hans Graca Machel í Suður-Afríku árið 2019. Móðir Harrys, Díana prinsessa, hitti Mandela aðeins nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt árið 1997 og eftir lát hennar minntist Mandela reglulega á vinnu hennar fyrir hin ýmsu mannréttindasamtök. 

Hertogahjónin hafa unnið mikið með Sameinuðu þjóðunum en þeim var boðið á leiðtogafund samtakanna á síðasta ári. 

mbl.is