Garðar bað Fanneyjar í borg ástarinnar

Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir eru trúlofuð.
Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir eru trúlofuð.

Fótboltamaðurinn Garðar Gunnlaugsson og förðunarfræðingurinn og flugfreyjan Fanney Sandra Albertsdóttir eru trúlofuð. Garðar fór á skeljarnar í borg ástarinnar, París í Frakklandi. 

Garðar birti myndband af bónorðinu, en hann fór á skeljarnar fyrir framan Eiffel-turninn. Parið á saman einn son, Liam Myrkva, en hann er fæddur árið 2018.

„Hún sagði já,“ skrifaði Garðar við myndbandið.

Fimmtán ár skilja þau Garðar og Fanneyju að, en hann er 39 ára en hún 24 ára. Garðar leikur nú með ÍA en Fanney er flugfreyja hjá Icelandair. Fanney tók þátt í Ungfrú Íslands árið 2018 og vann þar titilinn Miss Talent Iceland. Í byrjun sumars tók hún svo þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global og vann titilinn Miss Fitness.

mbl.is