Fimm stjörnu lúxushelgi í Ástralíu

Kim Kardashian og Pete Davidson eyddu helginni á fimm stjörnu …
Kim Kardashian og Pete Davidson eyddu helginni á fimm stjörnu hótelinu Sherton Grand Marige. Samsett mynd

Stjörnuparið Kim Kardashian og Pete Davidson áttu rómantíska helgi saman í Ástralíu eftir að hafa eytt fjórum löngum vikum hvort í sinni heimsálfunni. Kim flaug út til Queensland, Ástralíu þar sem Pete hefur unnið að tökum fyrir nýja kvikmynd sína. 

Samkvæmt heimildum Daily Mail eyddu þau helginni á fimm stjörnu lúxushóteli í Port Douglas. Hótelið er staðsett við hina frægu Four Mile strönd og er umkringt fallegum suðrænum gróðri ásamt tveimur hekturum af glitrandi saltvatnslaugum. Nóttin í einni af svítum hótelsins kostar allt að 1730 dollara , eða 238 þúsund krónur. 

Svíturnar eru allar með aðskilda setustofu, borðkrók, snyrtingu og glæsilegt marmarabaðherbergi. Stórir gluggar gefa rýminu einstakan karakter með stórbrotnu útsýni sem minnir helst á málverk. 

Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
mbl.is