Besta minningin blysin í Herjólfsdal

Kristín Lea
Kristín Lea Ljósmynd/Instagram

Leikkonan og flugfreyjan Kristín Lea Sigríðardóttir hefur í nægu að snúast í sumar. Hún flýgur landa á milli um loftin blá og þess á milli nær hún að njóta með fjölskyldunni. Hún er mikið fyrir útilegur, veiði og sólarferðir.

Hvert ertu búin að ferðast í sum­ar?

„Ég er búin að ferðast voðalega lítið í sumar það sem komið er. Í sumarfríinu smíðuðum við pall og ég ferðaðist rosa mikið þar.“

Hvað hef­ur staðið upp úr í sum­ar?

„Við fjölskyldan erum stödd í Málaga núna í dásamlegu fríi. Erum í litlum bæ sem heitir Benalmadena. Þessi ferð stendur klárlega upp úr í sumar. Svo er önnur Spánarferð plönuð í ágúst með vinkonum mínum.“

Hvernig ferðalög­um hef­ur þú gam­an af?

„Það má segja að ég hallist að sólarferðum en ég er líka mjög hrifin af íslenskum útilegum. Við maðurinn minn ætlum að vera dugleg að skjótast í veiði í sumar og haust. Höfum gert eitthvað af því í sumar og koma strákunum okkar í þá líka.“

Hvað ætl­arðu að gera um versl­un­ar­manna­helg­ina?

„Ég verð að vinna þessa verslunarmannahelgina í háloftunum ný búin að fylla á ferðabankann með fjölskyldunni.“

Hver er besta verslunarmannahelgar minningin þín?

„Besta verslunarmannahelgar minningin mín er sennilega þegar ég fór til Eyja í fyrsta skiptið og upplifði brekkusönginn og blysin í klessu í brekkunni með mínum bestu vinkonum. Einstök tilfinning. Svo minnir mig að það hafi verið verslunarmannahelgi þegar við maðurinn minn fórum í fyrstu útileguna okkar nýbyrjuð saman bara eitthvað út á land með pínulítið kúlutjald á Yarisnum hennar ömmu með veiðistöng og primus. Rómansinn í hámarki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert