Ungbarn fært í annað flug en foreldrarnir

Qantas neitaði að færa barnið aftur yfir í flugið með …
Qantas neitaði að færa barnið aftur yfir í flugið með foreldrum sínum. AFP

Áströlsku pari brá heldur betur í brún þegar þau fengu tölvupóst frá flugfélaginu Qantas þess efnis að 13 mánaða dóttir þeirra hefði verið færð yfir í annað flug. Foreldrarnir bókuðu miða fyrir dóttur sína til að hún fengi sér sæti í fluginu, þó þess þurfi ekki fyrr en börn ná tveggja ára aldri.

Flugfélagið sagði að það væri á þeirra ábyrgð þar sem hún væri með miða rétt eins og hver annar farþegi. 

Eyddu þau samtals 20 klukkustundum 47 mínútum og 13 sekúndum á sólarhring í samskipti við Qantas sem neitaði að leiðrétta breytinguna. Þau áttu alls 55 símtöl við félagið áður en þau ákváðu að bóka nýtt flug fyrir fjölskylduna alla saman heim.

Qantas hefur verið harðlega gagnrýnt að undanförnu fyrir þjónustu sína við viðskiptavini, en viðskiptavinir greina frá því að þeir hafi þurft að bíða margir hverjir í átta klukkustundir við símannn eftir aðstoð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert