Hótel Búðir er í uppáhaldi

Styrmir Bjartur Karlsson og Esther Ólafsdóttir móðir hans.
Styrmir Bjartur Karlsson og Esther Ólafsdóttir móðir hans.

Styrmir Bjartur Karlsson fasteignasali hefur gaman af því að keyra um Snæfellsnesið. Hótel Búðir er í uppáhaldi hjá honum þegar hann ferðast um Vesturland. 

„Uppáhaldsstaðurinn minn á Vesturlandi er Hótel Búðir á sumrin. Allt það umhverfi undir Snæfellsjökli er að mínu mati alveg einstakt og fullt af orku. Ég tek alltaf hringinn í kring á leið til baka og stoppa í kringum Kirkjufell og borða hádegismat á Stykkishólmi á Sjávarpakkhúsinu. Ef veðrið er gott tek ég Hvalfjörðinn heim. Ég lærði að meta hann þegar ég var ekki tilneyddur að keyra hann. Svo finnst mér gaman að taka Kjósina upp að Þingvallaafleggjaranum og Nesjavallaleið heim. Þetta er sú leið sem ég beini öllum erlendum gestum að fara þegar þeir eru á þessum slóðum,“ segir Styrmir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »