Byggja fljótandi borg

Fljótandi borg er í byggingu á Maldíveyjum. Verður hún fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Í borginni verða verslanir, veitingahús og yfir 5.000 íbúðir.

Borgin verður byggð í um 15 mínútna fjarlægð frá höfuðborginni Male. Borgin er byggð vegna hækkandi sjávarmáls en spár gera ráð fyrir að flestar eyjar Maldíveyja verði horfnar í hafið á næstu árum.

Ferðamenn munu geta sótt um dvalarleyfi til að fjárfesta í eign á svæðinu. Það geta hátt í 20.000 manns búið í borginni og auk þess verður aðgangur að skólum. Engir bílar verða í borginni en hjól verða notuð til að ferðast á milli á vegum, sem gerðir verða úr hvítum sandi. Bygging borgarinnar mun hefjast í janúar 2023 og gert er ráð fyrir því að fólk geti byrjað að flytja inn 2024. Bygging á allri borginni á að taka fimm ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert