Berbrjósta við Karíbahafið

Fyrirsætan Heidi Klum nýtur sín í botn við Karíbahafið.
Fyrirsætan Heidi Klum nýtur sín í botn við Karíbahafið. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Heidi Klum hefur verið dugleg að ferðast í sumar, en um þessar mundir er hún stödd á eyjunni St. Barts við Karíbahafið. Af myndum að dæma virðist hún vera í skemmtilegu fríi ásamt eiginmanni sínum, Tom Kaulitz, tvíburabróður hans, Bill Kaulitz og börnunum hennar fjórum. 

Hin 49 ára Klum hefur verið ófeimin við að deila djörfum myndum af sér í sumar, en á dögunum birti hún eina slíka við Karíbahafið.

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

Í kjölfarið birti fyrirsætan myndskeið sem hefur vakið þónokkra athygli, en þar sést hún teygja úr sér og hafa netverjar sumir hverjir undrað sig á sjónarhorni myndbandsins. Undir myndbandið skrifaði hún einfaldlega: „Mánudagur,“ og þykir því nokkuð ljóst að fyrirsætan hafi átt verri mánudaga.

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

mbl.is