Flugu í almenningsflugi og nutu lífsins á sæþotum

Kourtney Kardashian.
Kourtney Kardashian. JEAN-BAPTISTE LACROIX

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian deildi skemmtilegum myndum á Instagram um liðna helgi, þar sem hún naut sín við sjávarsíðuna ásamt stórfjölskyldunni. Getgátur hafa verið uppi um að fjölskyldan verji miklum tíma í öðrum húsakynnum sínum í Idaho-ríki í Bandaríkjunum, á Coeur d'Alene-svæðinu sem er þekkt sumarhúsasvæði.   

„Ég elska vatnalífið,“ skrifaði Kardashian við myndafærsluna sem fangaði góð augnablik úr sæþotutúr fjölskyldunnar. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

Skjáskot/Instagram

Kardashian deildi einnig myndum af sjálfri sér á frækilegri ferð á brimbretti þar sem hún barðist við að halda sér á brettinu, svo hún félli ekki í sjóinn. Augljóst er að Kardashian hafi haft sundfataskipti, því á meðan hún stóð á brimbrettinu klæddist hún bleikum langermasundbol en seinna sama dag var hún komin í svartan sundbol og var með uppháa hanska við. Sundbolirnir tveir koma báðir úr smiðju SKIMS, undir- og sundfatalínu systur hennar, Kim Kardashians.

Fréttir bárust af því í síðustu viku að hjónin Kourtney Kardashian og Travis Barker, ásamt börnum, hafi flogið með almenningsflugi flugfélagsins Alaska Airlines. Eru þau sögð hafa flogið frá Los Angeles til Spokane í Washington. Létu þau lítið fyrir sér fara um borð í vélinni og reyndu að klæða af sér sérkenni sín með hettupeysum og grímum að sögn sjónarvotta.


    

mbl.is