Staðurinn sem Joe Biden elskar

Joe og Jill Biden á flugvellinum í Charleston á miðvikudaginn.
Joe og Jill Biden á flugvellinum í Charleston á miðvikudaginn. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í fríi þessa vikuna en hann flaug til Suður-Karólínuríkis á miðvikudag. Biden og fjölskylda dvelja á Kiawah eyju, sem er paradís golfarans, í grennd við borgina Charleston.

Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Biden og fjölskylda dvelja á Kiawah eyju, en hann hefur þó ekki getað farið í frí þangað síðan hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Heimsótti hann hins vegar eyjuna reglulega þegar hann var varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 

„Ég held honum líði eins og hann sé á heimavelli hérna,“ sagði Dick Harpootlian öldungadeildarþingmaður Suður-Karólínu.

Kiawah eyja er líka hinn frábærasti sumardvalarstaður, sérstaklega fyrir golfáhugamenn. PGA-meistaramótið var haldið á Ocean-vellinum á síðasta ári.

Fjöldi fólks tók á móti forsetanum þegar hann lenti í …
Fjöldi fólks tók á móti forsetanum þegar hann lenti í Charleston. AFP
Biden með sonarsyni sínum, Beau Biden.
Biden með sonarsyni sínum, Beau Biden. AFP
Afi og Beau litli.
Afi og Beau litli. AFP
mbl.is