Þorpið sem sökk aldrei

Þorpið Granadilla
Þorpið Granadilla ljosmynd/youtube

Saga spænska þorpsins Granadilla er margt um einstök en á sjöunda áratug síðustu aldar var öllum íbúum gert að flytja í burtu frá bænum. Ástæðan var sú að þorpið var á svæði sem gert var ráð fyrir að færi undir vatn í kjölfar þess að stífla yrði byggð í Alagón ánni. Granadilla er umfjöllunarefni nýrra heimildarþátta á breska ríkisútvarpinu, BBC.

Í dag er Granadilla eins og draugabær, en fyrrum íbúar þorpsins hafa ekki fengið að snúa til baka síðan þeim var gert að yfirgefa heimili sín. Um 1.000 manns bjuggu í þorpinu áður en fólksflutningarnir hófust. 

Stíflan í Alagón áni var byggð en vatnshæðin í uppistöðulóninu náði aldrei þeirri hæð sem fyrirhuguð var. Vatnið nær þó yfir allar leiðir nema eina inn í þorpið, en það stendur upp úr vatninu. 

Allt gerðist þetta undir stjórn Francisco Franco, en á þeim tíma var fjöldi stífla byggður á Spáni til að skapa atvinnu. Þrátt fyrir að Franco sé ekki enn við völd í dag gildir hins vegar enn reglugerð um að ekki megi búa í Granadilla, því vatn gæti flætt yfir þorpið.

Fyrrverandi íbúar eru ósáttir með stöðuna og berjast enn fyrir því að snúa aftur til síns heima. Heimamenn hittast þó í þorpinu tvisvar sinnum á ári en ferðamenn geta heimsótt þorpið í skipulögðum dagsferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert