Þetta er öruggasta hæðin á hótelum

Lloyd Figgins, fyrrverandi hermaður og ferðasérfræðingur, segir í viðtali við Sun að þriðja hæðin á hótelum sé öruggust af tveimur ástæðum. Hann útskýrir hvers vegna þetta sé raunin. 

„Fólk gleymir oft að hugsa út í eldhættu. Þegar þú mætir á hótel þá ertu í umhverfi sem þú þekkir ekki en telur að sé öruggt. Hvað ef það kviknar í? Hvert ætlarðu að fara? Þú þarft að skoða hvar neyðarútgangurinn er og hver besta leiðin sé til að komast þangað. Það er best að vera á þriðju hæðinni af því brunastiginn nær oftast ekki upp á þá fjórðu.“

Allar hæðir undir þriðju eru þær sem þjófar sækja í. Þú átt aldrei að segja númerið á hótelherberginu þínu upphátt, sá sem er að skrá þig inn á hótelið á heldur ekki að gera það, viðkomandi á frekar að skrifa það niður. 

„Hótel eru staðir sem glæpamenn sækja í þar sem fólk er með verðmæti annaðhvort inni á herbergjum sínum eða á sér. Þegar þeir sjá að fólk er úti að borða eða á hótelbarnum vita þeir að herbergið er laust. Það er auðvelt fyrir þá að komast inn í herbergið, hvort sem þeir eru starfsmenn sem eru með aðgang eða fá þrifafólk til að opna þau fyrir sig.“

Nokkur góð ráð eru að henda því sem er utan um lykilinn þinn og ekki hafa hann í umslaginu. Það er líka ráðlagt að banka áður en þú ferð inn á herbergið þitt í fyrsta skiptið því stundum er einhver þar fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert