Hélt upp á 22 ára afmælið á Ítalíu

Madonna og sonur hennar Rocco Ritchie.
Madonna og sonur hennar Rocco Ritchie. Skjáskot/Instagram

Rocco Ritchie, sonur söngkonunnar Madonnu og leikstjórans Guy Ritchie hélt upp á 22 ára afmæli sitt á Ítalíu um helgina. Fjölskyldan kom saman til að fagna afmælinu í villu en Rocco átti afmæli hinn 11. ágúst síðastliðinn. 

Fimm af sex börnum Madonnu voru mætt til veisluhaldanna. 

Afmæliskakan var ekki af verri gerðinni, en hún var eins og skjalataska. Madonna birti mynd af afmælisbarninu skera í kökuna ásamt yngri systur sinni.

Kakan var eins og skjalataska.
Kakan var eins og skjalataska. Skjáskot/Instagram
Afmælið var í villu á Ítalíu.
Afmælið var í villu á Ítalíu. Skjáskot/Instagram
mbl.is