Myndband Ásu Steinars sló í gegn

Myndband ferðaljósmyndarans Ásu Steinarsdóttur sló í gegn, en tæplega 18 …
Myndband ferðaljósmyndarans Ásu Steinarsdóttur sló í gegn, en tæplega 18 milljónir hafa horft á myndbandið. Ljósmynd/Ása Steinars

Myndband ferðaljósmyndarans Ásu Steinarsdóttur af syni sínum í rólu í húsbíl sprengdi krúttskalann í síðustu viku. Myndbandið sprengdi ekki bara krúttskalann heldur fór það um sem eldur í sinu á Instagram og tæpar 18 milljónir hafa horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. 

Ása er einn vinsælasti ferðaljósmyndari landsins og er með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Þar að auki skrifar hún í Vogue í Skandinavíu. 

Rólan sem sést í myndbandinu var hugmynd eiginmanns Ásu, Leo Alsved, en hún hangir í dyraopi húsbílsins. Atlas sonur þeirra virðist þó manna ánægðastur með róluna ef marka má myndböndin af honum. Fjölskyldan býr nú í húsbíl og er á flakki um Noreg.

mbl.is