Lúxusgisting í Suður-Kóreu

Samsett mynd

Á Jeju-eyju í Suður-Kóreu er að finna einstakt hús með innisundlaug og ótrúlegu útsýni. Eigandi hússins sá um byggingu og hönnun þess og er hvert smáatriði útpælt. Útkoman er sérlega glæsilegt steinhús með sjö metra lofthæð og mikinn karakter. 

Húsið er 165 fermetrar að stærð, en þar eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Gengið er inn á neðri hæð hússins, en þar er að finna einstakt rými með eldhúsi og stofu. Hráir steinveggir, marmaraflísar og fallegir viðartónar gefa rýminu mikinn glæsibrag. Þar að auki eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi staðsett á neðri hæð hússins. 

Frá eldhúsinu er gengið út á glæsilegt útisvæði með fallegu sjávarútsýni. Upphituð innisundlaug er í húsinu, en hún er staðsett á hlið hússins og gefur húsinu án efa sterkan karakter.

Í stofunni má svo sjá fallegan viðarstiga, en hann liggur að efri hæð hússins þar sem finna má stórt svefnherbergi og stofu. Húsið, sem hægt er að leigja út á Airbnb, rúmar alls sex gesti og kostar nóttin 480 Bandaríkjadali, eða rúmar 66 þúsund krónur. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert