Tryllt lúxusgisting í París

Ljósmynd/airbnb.com

Á haustin er afar vinsælt að skella sér í borgarferð og upplifa menningu fallegra stórborga í mildu haustveðrinu. Það er óhætt að segja að stórkostleg 115 fm íbúð beint á móti hinu sögufræga Louvre safni í París, Frakklandi sé hin fullkomna gisting fyrir þá sem vilja upplifa alvöru lúxus í borgarferðinni. 

Íbúðin endurspeglar hina glæsilegu innanhússhönnun sem er ríkjandi í París, en hún einkennist meðal annars af mikilli lofthæð, gólfsíðum gluggum, marmara, útskornum listum og veggklæðningu. 

Gengið er inn í stórglæsilega og bjarta stofu með síldarbeinaparketi og marmara arni. Í stofunni er opið eldhús og rúmgóð setustofa, en rýmið líkist helst listaverki þar sem hvert smáatriði er útpælt. Innréttingar íbúðarinnar eru í náttúrulegum tónum og jarðlitum sem skapa róandi og fágaða stemmningu.

Tvö rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni, en þar er meira um dekkri viðartóna sem gefa þeim mikinn karakter. Í íbúðinni eru tvö baðherbergi sem eru ekki síður glæsileg, en í öðru þeirra er stórt tyrkneskt Hammam bað. 

Íbúðina er hægt að leigja út á Airbnb, en nóttin kostar rúmlega 280 þúsund krónur. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is
Loka