Rodman til Rússlands að bjarga körfuboltastjörnu

Það má kannski segja að Dennis Rodman eigi vafasama vini.
Það má kannski segja að Dennis Rodman eigi vafasama vini. TIMOTHY CLARY

Dennis Rodman körfuboltakappi freistar þess nú að hjálpa Brittney Griner að komast aftur til Bandaríkjanna en hún var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir smygl og vörslu fíkniefna.

Rodman ætlar til Rússlands en hann er sagður vera góður vinur Pútíns og ætlar að toga í alla þá strengi sem hann getur til þess að aðstoða Griner.

„Ég fékk leyfi til þess að fara til Rússlands til þess að hjálpa þessari stelpu,“ sagði Rodman í viðtali við NBC News. „Ég stefni á að fara í þessari viku.“

„Ég þekki Pútín of vel,“ bætti hann við, en Pútín og Rodman hittust fyrst árið 2014 og sagði Rodman Pútín vera afar svalan náunga. 

Rodman hefur í gegnum tíðina tekið sér diplómatískt hlutverk síðustu árin og myndað vináttusambönd við leiðtoga sem eiga í stirðum samskiptum við Bandaríkin. Hann hefur til dæmis oft hitt Kim Jong-un og segir hann afar vinalegan mann. Þá aðstoðaði Rodman að leysa Kenneth Bae úr haldi Norður-Kóreu árið 2014.

Dennis Rodman og Kim Jong-un fallast í faðma.
Dennis Rodman og Kim Jong-un fallast í faðma. KCNA
Kim Jong-un og Dennis Rodman árið 2013.
Kim Jong-un og Dennis Rodman árið 2013. KCNA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert