Sjóðheit á sundlaugarbakkanum

Leikkonan Blake Lively nýtur sín í botn í sólinni.
Leikkonan Blake Lively nýtur sín í botn í sólinni. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Blake Lively nýtur sín í botn í sólinni um þessar mundir ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Ryan Reynolds. Hún deildi mynd af sér við sundlaugarbakkann á dögunum, en undir myndina vitnaði hún í sumarsmellinn Summer Lovin' úr kvikmyndinni Grease. 

Lively skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk Serena van de Woodsen í geysivinsælu þáttaröðunum Gossip Girl á árunum 2007 til 2012. Þar að auki hefur hún leikið í fjölda kvikmynda og þátta, meðal annars kvikmyndinni Green Lantern. Það var einmitt í tökum á þeirri mynd sem hún og eiginmaður hennar, Reynolds kynntust árið 2011. 

Lively og Raynolds eiga þrjú börn saman, einn son sem er sjö ára gamall og tvær dætur sem eru fimm ára og tveggja ára. Lively hefur talað opinskátt um líkamsímynd sína eftir að hafa gengið með þrjú börn, en í dag er hún sátt í eigin skinni og fagnar líkama sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by Blake Lively (@blakelively)

mbl.is