John Cusack vill til Íslands

John Cusack langar til Íslands.
John Cusack langar til Íslands. ROBYN BECK

Bandaríski leikarinn og hjartaknúsari níunda áratugar síðustu aldar, John Cusack, segist þurfa að leggja leið sína til Íslands. Það skrifaði hann að minnsta kosti þegar hann endurtísti tísti Smára McCarthy, fyrrverandi alþingismanns í dag. 

„Ég verð að fara til Íslands,“ skrifaði Cusack við færslu Smára um ágætisúrval af kvikmyndum Johns Cusack um borð í vélum Icelandair. 

Smári tók vel í tíst Cusacks og sagði honum að láta sig vita, hann gæti ferðast með honum um landið.

Frægðarstjarna Cusacks tók að rísa á áttunda áratug síðustu aldar þegar hann lék í kvikmyndunum Sixteen Candles og Sat Anything.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert