230 fm augnakonfekt á þremur hæðum

Þessi einstaka íbúð í Mexíkó er sannkallað augnakonfekt.
Þessi einstaka íbúð í Mexíkó er sannkallað augnakonfekt. Samsett mynd

Í Tulum, Mexíkó leynast víða einstakar hönnunarperlur. Ein af þeim er Casa Copal, stórkostleg íbúð á þremur hæðum. Hönnunin innanhúss og utan er sérlega glæsileg og augljóst að hvert smáatriði hefur verið útpælt. Stórir franskir gluggar, hráir veggir og hlýir litir einkenna íbúðina sem er 230 fm að stærð. 

Stofa og eldhús eru samliggjandi og gefa stórir gluggar rýminu mikla birtu. Fyrir framan stærsta glugga stofunnar hefur suðrænum gróðri verið plantað sem gefur rýminu notalega stemmningu. 

Í eldhúsinu má sjá ljósan við og dökkan stein sem tóna sérlega vel við hráa steypuáferð veggjanna. Naumhyggjan er allsráðandi í rýminu sem er hið glæsilegasta.

Á efri hæðum íbúðarinnar eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi, en það er óhætt að segja að ró og hlýja hafi verið í sett í forgrunn við hönnun rýmanna. Á þaki íbúðarinnar er falleg saltvatnslaug og útisvæði sem minnir helst á paradís. 

Íbúðin er til leigu á Airbnb, en það rúmast alls fimm gestir þar hverju sinni og kostar nóttin 873 Bandaríkjadali, eða um 125 þúsund krónur. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is