281 þúsund myndir af Gullfossi

Gullfoss er ansi flottur á mynd.
Gullfoss er ansi flottur á mynd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gullfoss er fjórði vinsælasti fossinn í öllum heiminum, að minnsta kosti á Instagram. Alls hafa 281 þúsund myndir verið birtar af fossinum í heiminum. Aðeins hafa verið birtar fleiri myndir af Níagara-fossum, Viktoríufossum og Iguazu-fossum á samfélagsmiðlinum.

Síðan Looking4.com gerði rannsókn á því hvaða fossar væru vinsælastir á forritinu góða. Af Níagara-fossum hafa verið birtar 3,8 milljónir mynda á Instagram og skákar hann þar öðrum fossum svo um munar. 

Af Viktoríufossum hafa verið birtar 318 þúsund myndir en af Iguazu-fossum hafa verið birtar 300 þúsund myndir. 

Annar foss á Íslandi komst á listann, Dettifoss, en af honum hafa birst 58 þúsund myndir. 

  1. Níagara-fossar - 3,8 milljónir
  2. Viktoríufossar - 318 þúsund 
  3. Iguazu-fossar - 300 þúsund 
  4. Gullfos - 281 þúsund
  5. Yosemite foss - 217 þúsund
  6. Jog foss - 78 þúsund
  7. Dettifoss - 58 þúsund
  8. Rhine foss - 45 þúsund
  9. Paluose fossar - 42 þúsund
  10. Dudhsagar fossar - 39 þúsund
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert