Tímamót í lúxushótelsenu New York

Lúxushótelið Aman opnaði formlega í New York í byrjun ágúst.
Lúxushótelið Aman opnaði formlega í New York í byrjun ágúst. Ljósmynd/Aman.com

Í New York í Bandaríkjunum standa ófá glæsihótelin sem hafa mörg hver merkilega sögu. Lúxus og stórkostleg hönnun hefur verið einkennandi í hótelsenu New York í fjölda ára, en með tilkomu Aman-hótelsins í Manhattan er óhætt að segja að lúxushótelsenan í New York hafi verið endurskilgreind. 

Hótelið var formlega opnað hinn 2. ágúst síðastliðinn. Framúrskarandi staðsetning, einstakur arkitektúr og glæsileg innanhússhönnun einkennir hótelið, en það er staðsett á Fifth Avenue skammt frá Central Park, í hinni sögufrægu Crown byggingu sem var reist fyrir rúmum 100 árum.

View this post on Instagram

A post shared by Aman (@aman)

Arinn í hverju herbergi

Byggingin var upprunalega hönnuð af arkitektastofunni Warren & Wetmore, en það var Jean-Michel Gathy hjá Denniston arkitektastofunni sem hafði umsjón með umbreytingu byggingarinnar. 

Alls eru 83 svítur á hótelinu, en í hverri svítu er arinn, sem er sjaldgæf sjón í Manhattan. Herbergin eru sérlega fallega innréttuð, en innblástur hönnunarinnar kemur frá japanskri hönnun. 

View this post on Instagram

A post shared by Aman (@aman)

2300 fm heilsulind

Glæsileg þriggja hæða heilsulind er á hótelinu, en heilsulindin er um 2300 fermetrar að stærð. Stórkostleg innisundlaug umkringd fallegum legubekkjum og eldstæðum er miðpunktur heilsulindarinnar sem bíður upp á allskyns heilsumeðferðir. 

Nótt í einni af svítum hótelsins kosta sitt, en dvölin getur kostað allt að 15 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar 2 milljónir króna. 

View this post on Instagram

A post shared by Aman (@aman)

mbl.is