20 skotheld pökkunarráð

Það er betra að vera skipulagður fyrir ferðalagið.
Það er betra að vera skipulagður fyrir ferðalagið.

Margir komast að því allt of seint að þeir hefðu átt að leggja meiri vinnu í að pakka fyrir ferðalag. Það er leiðinlegt að vera á ferðalagi og sjá eftir að hafa ekki tekið með uppáhaldspeysuna sem hentar við öll tækifæri, eða þægilega skó sem virka samt líka spari.

Ferðavefurinn tók saman nokkur góð ráð til að hafa til hliðsjónar þegar pakka á niður í tösku.

  1. Byrjaðu að pakka nokkrum dögum fyrir brottför þannig að þú hafir tíma til þess að kaupa það sem vantar eða þá hafir tíma til þess að þvo og strauja uppáhaldsflíkurnar.
  2. Vistaðu lista yfir það sem þú ætlar að taka með á síma eða tölvu svo að þú þurfir ekki að byrja frá grunni fyrir hvert einasta ferðalag. Þú gætir til dæmis verið með listana flokkaða eftir áfangastaði; strandaferð, borgarferð eða skíðafrí. 
  3. Það er sniðugt að prenta út listann og taka hann með. Þannig getur þú farið yfir hann þegar þú ert að kveðja hótelið og passað þannig upp á að ekkert sé skilið eftir.
  4. Geymdu nokkrar stærðir af plastpokum í ferðatöskunni. Stærri pokarnir geta nýst fyrir óhreint tau eða blauta skó. Minni pokarnir geta verið sniðugir fyrir tannbursta og snyrtidót.
  5. Taktu myndir af töskunni sem þú tékkar inn og öllu innihaldi hennar. Ef hún týnist þá geturðu gefið greinargóða lýsingu og listað upp það sem var í töskunni.
  6. Ef þér finnst gaman að versla á ferðalögum þá er sniðugt að taka með samanbrjótanlega íþróttatösku. Á bakaleiðinni er hægt að setja allt óhreina tauið í íþróttatöskuna og búa þannig til pláss fyrir minjagripi í hinni töskunni.
  7. Passaðu upp á að allt það sem þarf að taka upp úr handfarangrinum við öryggisleit sé á stað þar sem þægilegt og fljótlegt er að grípa í það.
  8. Merktu handfarangurstöskuna vel ef ske skyldi að flugfélagið neyðir þig til þess að tékka inn farangurinn. Passaðu líka upp á að það sem þú þarft á að halda í flugi sé aðgengilegt.
  9. Það er sniðugt að hafa litla ferðavog meðferðis til þess að vigta töskuna áður en haldið er út á flugvöll.
  10. Settu þyngstu hlutina neðst í aðalhólf ferðatösku, á þeirri hlið sem hjólin eru. Þá er taskan ólíklegri til þess að velta um koll.
  11. Þegar þú pakkar í bakpoka þá er best að hafa þyngstu hlutina fyrir miðju og eins nálægt bakinu og mögulegt er. Þannig verður auðveldara að bera pokann.
  12. Skipulag skiptir máli. Paraðu saman hluti sem eiga saman. Snyrtivörur á einn stað, snarl á öðrum stað, afþreying á enn öðrum stað. Ekki leyfa öllu að fara í einn hrærigraut.
  13. Pakkaðu þungu hlutunum fyrst og þeim hlutum sem taka mesta plássið. Svo fyllirðu upp í bilin með léttari og fyrirferðaminni hlutum.
  14. Mundu eftir að taka með áfyllanlegan vatnsbrúsa til þess að þurfa ekki stöðugt að vera að kaupa þér vatn.
  15. Taktu með þér þar til gerðar flöskuermar ef þú ætlar að taka með heim nokkrar flöskur úr ferðalaginu.
  16. Ekki taka með nýja skó sem á eftir að venjast.
  17. Pakkaðu sokkum inn í skóna til þess að nýta plássið sem best.
  18. Vertu í jakkanum og fyrirferðamestu skónum og fötunum í flugvélinni til þess að spara pláss í ferðatöskunni.
  19. Íhugaðu að pakka með þér gömlum fötum sem þú getur svo losað þig við áður en þú heldur heim á leið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert