Kveikti sér í sígarettu um borð

Reykingar hafa verið bannaðar í millilandaflugi frá Ástralíu síðan 1996.
Reykingar hafa verið bannaðar í millilandaflugi frá Ástralíu síðan 1996. Ljósmynd/Unsplash

Farþega um borð í vél flugfélagsins Jetstar á leið til Balí í Indónesíu frá Melbourne í Ástralíu á dögunum var vísað frá borði fyrir að kveikja sér í sígarettu. Vélin hafði tafist um fjórar klukkustundir á flugbrautinni. 

Myndband af því þegar farþeganum var vísað frá borði í fylgd með lögreglu hefur farið um sem eldur í sinu á TikTok. „Þessi gaut hélt að hann gæti kveikt sér í rettu vegna þess að vélin tafðist. Ekkert Balí-frí fyrir þig núna,“ skrifaði farþeginn. 

Reykingar mannsins fóru ekki vel í mannskapinn um borð, því vegna hans tafðist vélin enn frekar. Vélin lenti svo á Denpasar flugvelli um 13 klukkustundum eftir að farþegar settust fyrst um borð í Melbourne. Flugferðin tekur alla jafna aðeins 6 klukkustundir og fimmtán mínútur.

Reykingar eru að sjálfsögðu bannaðar í flugvélum í dag og hafa verið frá því á tíunda áratug síðustu aldar hjá flestum flugfélögum. Í Ástralíu voru reykingar bannaðar í innanlandsflugi frá 1987 og í millilandaflugi frá 1996. 

@sineadmerrett This guys thinks a delayed flight means he can light a dart on the plane 🥹🥲 no bali vacay for you now x #bali #delayedflight #byebye #fyp ♬ Oh No (Instrumental) - Kreepa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert