Ströndin fræga í Taílandi löguð

Ströndin við Maya-flóa verður löguð.
Ströndin við Maya-flóa verður löguð. AFP

Meira ein tveimur áratugum eftir að Hollywood-kvikmyndin The Beach var tekin upp við Maya-flóa á Ko Phi Phi Leh í Taílandi hefur hæstiréttur Taílands komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld skuli laga ströndina og endurheimta hennar fyrra útlit.

Ströndin hefur notið mikilla vinsælda á meðal ferðamanna í gegnum árin en 20th Century Fox hefur verið gagnrýnt fyrir að spilla ströndinni fyrir tökurnar. Ströndin hafi verið hrein og óspillt áður en tökurnar fóru fram þar. 

Kvikmyndagerðarmennirnir eru sagðir hafa plantað fjölda pálmatrjáa á ströndinni til að gefa henni suðrænna útlit. Þeir eru einnig sagðir hafa rifið upp gróður sem óx á ströndinni. 

20th Century Fox hafa neitað þessu og segjast hafa skilið við ströndina eins og þeir komu að henni. Þeir hafi líka tínt upp helling af rusli. 

Landgræðsla Taílands mun annast vinnuna.
Landgræðsla Taílands mun annast vinnuna. AFP

Sveitarfélagið sem ströndin er í höfðaði mál gegn stjórnvöldum, framleiðslufyrirtækinu og þeirra sem sáu um samskipti þar á mili, og kröfðust 100 milljóna bahta í skaðabætur. 

Hæstirétturinn í Bangkok hefur nú staðfest dóm sem féll í héraði sem kveður á um að konunglega landgræðslan beri skylda til að laga ströndina við Maya-flóa.

Lokað var fyrir aðgengi ferðamanna að ströndinni árið 2018 af umhverfisástæðum. Hún var opnuð aftur á þessu ári þegar erlendir ferðamenn máttu aftur koma til Taílands, en aðgengi að henni hefur verið stýrt síðan þá og mega aðeins 6.000 heimsækja hana á hverjum degi.

Aðeins mega 6 þúsund ferðamenn heimsækja ströndina á dag.
Aðeins mega 6 þúsund ferðamenn heimsækja ströndina á dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert