Fimm ótrúleg sumarhús á Íslandi

Samsett mynd

Á bókunarsíðu Airbnb er mikið framboð af fallegum húsum til útleigu, þar á meðal eru sumarhús. Ferðavefurinn tók saman fimm undurfögur sumarhús hér á Íslandi sem eru til leigu á Airbnb, en í þessum húsum er vel hægt að slaka á og njóta fallegrar náttúrunnar. 

Sjarmerandi bústaður við sjóinn

Í fallegu landslagi við sjóinn í Vogum stendur þetta fallega sumarhús. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi, en alls geta sex gestir gist í húsinu hverju sinni. Húsið er fallega innréttað, en nóttin þar yfir vetrartímann kostar tæpar 37 þúsund krónur. 

Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is

Minimalík við norðurströnd Mývatns

Frá þessu fallega sumarhúsi er dásamlegt útsýni yfir Mývatn, en það er óhætt að segja að eldhúsið sé einkar glæsilegt þar sem hrár viðurinn og grænar flísar mætast og mynda ákaflega notalega stemmningu. Eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í húsinu, en þar er pláss fyrir tvo gesti hverju sinni. Nóttin yfir vetrartímann kostar rúmar 36 þúsund krónur. 

Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is

Heitur pottur og sauna í Bláskógabyggð

Þetta glæsilega sumarhús er staðsett í Bláskógabyggð, en það hefur verið fallega innréttað og í stofu má sjá flottan arinn og hina klassísku Y-stóla eftir Hans J. Wegner sem setja mikinn svip á rýmið. Heitur pottur og sauna eru á verönd hússins, en þar eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi og því pláss fyrir alls níu gesti hverju sinni. Nóttin í húsinu yfir vetrartímann kostar tæplega 81 þúsund krónur. 

Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is

Lúxus á Suðurlandi

Í Rangárþingi ytra er að finna fallega hönnun, en þar stendur sumarhús með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Heitur pottur, sauna og líkamsrækt eru á staðnum, en fallega innréttaður líkamsræktarsalur gefur eigninni mikla sérstöðu. Alls geta átta gestir gist í húsinu hverju sinni, en nóttin yfir vetrartímann kostar rúmar 185 þúsund krónur. 

Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is
Ljósmynd/airbnb.is

Falleg hönnun við Hvalfjörð

Í Hvalfjarðarsveit stendur glæsilegt sumarhús með einstöku útsýni yfir Hvalfjörðinn. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi, en þar geta allt að tíu gestir verið hverju sinni. Húsið er fallega innréttað, en stórir gluggar gefa húsinu mikinn glæsibrag. Nóttin yfir vetrartímann kostar rúmar 129 þúsund krónur. 

mbl.is