Vinsældirnar aukist eftir eldgosið

„Þetta er eins og að ganga á yfirborði nýrrar plánetu,“ …
„Þetta er eins og að ganga á yfirborði nýrrar plánetu,“ sagði hinn 54 ára gamli Perez í samtali við AFP. Myndin er tekin hinn 11. september síðastliðinn, tæpu ári eftir að eldgosið hófst. AFP

Þegar eldgos hófst á eyjunni La Palma á síðasta ári dreif Teodoro Gonzalez Perez sig beint til eyjunnar spænsku til að sjá hraunið renna með sínum eigin augum. Nú er hann mættur aftur til að sjá eyjuna aftur. Í þetta sinn ætlar hann að fara nær eldfjallinu. 

„Þetta er eins og að ganga á yfirborði nýrrar plánetu,“ sagði hinn 54 ára gamli Perez í samtali við AFP.

Á mánudag er ár síðan gos hófst á La Palma og var því formlega lokið í desember 2021. Gosið hefur haft mikil áhrif á eyjuna, ekki bara útlit hennar og daglegt líf íbúa hennar, heldur einnig á ferðamannaiðnaðinn, því áhuginn hefur aldrei verið meiri á La Palma en þessa dagana. 

La Palma er hluti af Kanarí-eyjaklasanum og var fyrir eldgosið ein af minna þekktari eyjum klasans. Fleiri ferðast til Gran Canaria ogTenerife.

Innviði eru enn löskuð á La Palma, en unnið er …
Innviði eru enn löskuð á La Palma, en unnið er hörðum höndum að því að laga vegi. AFP

Lán í óláni

„Fyrir eldgosið áttum við erfitt með að kynna eyjuna,“ sagði varaforseti Ashotel, Carlos Garcia Sicilia. Hann segir eldgosið auðvitað hafa haft slæm áhrif á efnahag eyjunnar, en á sama tíma hafi nú fleiri heyrt um La Palma. 

Á þessu ári hefur La Palma verið áfangastaður fjölda skemmtiferðaskipa og fleiri flugfélög eru byrjuð að fljúga beint til eyjunnar, þar á meðal frá meginlandi Spánar og svo frá Mílanó á Ítalíu. Ryanair byrjaði í fyrsta skipti að fljúga til La Palma í mars og flýgur nú til eyjunnar þrisvar í viku. 

Þá hefur hagur ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða upp á ferðir frá Tenerife til La Palma vænkast. „Fólk vill bara komast eins nálægt eldfjallinu og það getur,“ sagði Jesus Molina, eigandi ExcursionesJesus, sem býður upp á ferðir til eyjunnar. 

Mynd frá 23. september á síðasta ári.
Mynd frá 23. september á síðasta ári. AFP

Ferðamenn lykillinn að betri framtíð

Stjórnvöld hafa nú lagt áherslu á að bæta efnahag eyjunnar með ferðamennsku. Lagt hefur verið kapp á að auglýsa eyjuna mikið og gefnir voru út 20 þúsund ferðagjafir sem hljóða upp á 250 evrur, sem Spánverjar geta eytt á eyjunni. 

Einnig hefur verið komið upp aparólu, eða „zip-line“ sem fer yfir nýja hraunið og öskuna. 

Innviði eru þó löskuð þó á árinu hafi opnað ný gestastofa í Roque de los Muchachos. Á eyjunni var gistirými fyrir um 8 þúsund ferðamenn fyrir eldgos, en 3 þúsund af þeim eyðilögðust í eldgosinu. Einnig er talsvert svæði í grennd við Puerto Naos á suðvestur ströndinni enn lokað vegna gasmengunar. 

Eldgos í Cumbre Vieja á La Palma.
Eldgos í Cumbre Vieja á La Palma. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert