Í fantaformi á ströndinni

Söngkonan Nicole Scherzinger nýtur sín í botn á ströndinni.
Söngkonan Nicole Scherzinger nýtur sín í botn á ströndinni. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Nicole Scherzinger nýtur lífsins í sólríku fríi í Portúgal um þessar mundir, en hún birti sjóðheita myndseríu af ströndinni á Instagram-reikningi sínum á dögunum. 

Scherzinger hefur verið dugleg að ferðast í sumar, en af Instagram reikningi hennar að dæma hefur hún einnig verið dugleg að hreyfa sig. Ferðamyndir í bland við æfingarmyndbönd eru allsráðandi á miðli hennar, enda er hún í fantaformi. 

Scherzinger var söngkona í hljómsveitinni Pussycat Dolls sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2005, en hún sagði skilið við hljómsveitina árið 2010. Sama ár vann hún raunveruleikaþáttinn Dancing with the Starts, og árið 2011 hóf hún störf sem dómari í bandarísku raunveruleikaþáttunum X Factor. 

mbl.is