Sex frábær ráð við flugþreytu

Ljósmynd/Unsplash/Clay Banks

Við könnumst flest við flugþreytu en algeng einkenni hennar eru erfiðleikar með svefn, þreyta, uppþemba, hægðatregða og höfuðverkur. Það er þó ýmislegt sem hægt er að gera sem minnkar líkur á flugþreytu, en Nathasha Harding gaf ferðaglöðum lesendum The Sun nokkur góð ráð.

1. Drekktu te

Kamillute er sérstaklega gott við flugþreytu, en það hefur slakandi eiginleika og getur létt á flugkvíða. Þar að auki styrkir það ónæmiskerfið, róar magaóþægindi og getur hjálpað til við ýmis meltingarvandamál. 

Ljósmynd/Unsplash/Klara Avsenik

2. Gerðu jóga

Harding mælir með því að leggjast á gólfið með fæturna upp við vegg en það hjálpar blóðrásinni og gerir algjört kraftaverk fyrir þreytta og þrútna fætur eftir flug. „Settu púða upp við vegg, leggstu á hann, farðu eins nálægt veggnum og þú getur og settu fæturna upp í loft. Haltu stöðunni í að minnsta kosti fimm mínútur,“ útskýrir Harding. 

Ljósmynd/Unsplash/Dmitriy Frantsev

3. Drekktu vatn, ekki áfengi

Það að fljúga er vatnslosandi, en þar að auki getur þurra loftið í vélinni haft áhrif á háls, nef og húð. Því er mikilvægt að drekka nóg af vatni og forðast áfengi.

Ljósmynd/Unsplash/Brendan Church

4. Borðaðu egg

Í eggjum má finna ýmis góð vítamín, þar á meðal er B12 sem er gefur okkur góða orku. Það slekkur á svefnhormóninu melatónín og vekur líkamann. Rannsóknir hafa einnig sýnt að B12 gegni hlutverki í stjórn á dægursveiflu okkar, sem flug getur truflað. 

Ljósmynd/Polina Tankilevitch

5. Drekktu appelsínusafa

Appelsínusafi er stútfullur af C-vítamíni og andoxunarefnum sem styðja við ónæmiskerfið og meltinguna. Það er því tilvalið að fá sér appelsínusafa með eggjunum fyrir eða á meðan á flugferð stendur, en með því að fá sér egg með safanum jafnar það blóðsykurinn. 

Ljósmynd/Unsplash/Aliet Kitchen

6. Taktu magnesíum

Magnesíum er steinefni sem er nauðsynlegt til að viðhalda góðri heilsu. Það getur hjálpað við dægursveiflu og krampa í fótleggjum ásamt stífleika í tengslum við flugferðir. Graskersfræ, chia-fræ og möndlur eru dæmi um matvæli rík af magnesíum. 

Ljósmynd/Unsplash/Tetiana Bykovets
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert