Áhyggjulaus á ströndinni eftir skilnaðinn

Fyrirsætan Emily Ratajkowski nýtur til hins ýtrasta á ströndinni.
Fyrirsætan Emily Ratajkowski nýtur til hins ýtrasta á ströndinni. Skjáskot/Instagram

Það væsir ekki um fyrirsætuna Emily Ratajkowski sem er stödd í fríi um þessar mundir og nýtur þess að sleikja sólina á ströndinni. Hún birti sjóðheita mynd af sér á Instagram-reikningi sínum þar sem hún skartar glæsilegum sundfatnaði, kúrekahatti og Gucci-sólgleraugum. 

Það hefur mikið gengið á í lífi fyrirsætunnar síðustu mánuði, en af myndum að dæma virðist hún ætla hlaða batteríin í fríinu.

View this post on Instagram

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

Skilnaður í kjölfar framhjáhalds

Í byrjun september sótti Ratajkowski um skilnað við eiginmann sinn til fjögurra ára, Sebastian Bear-McClard, en þau slitu formlega samvistum í júlí eftir orðróm um framhjáhald Bear-McClards. 

Ratajkowski er sögð eyða miklum tíma með leikaranum Brad Pitt þessa dagana, en þau hafa þó ekki gefið neitt út um samband sín á milli. 

mbl.is