Kallaði: „Við erum öll að fara að deyja“

Konan var handtekin um borð í vél American Airlines.
Konan var handtekin um borð í vél American Airlines. AFP

Vél American Airlines á leið frá Miami til Los Angeles í Bandaríkjunum þurfti að nauðlenda í El Paso  í Texas-ríki eftir að handjárna þurfti konu um borð. Lét konan öllum illum látum á meðan hún öskraði: „Við erum öll að fara að deyja“.

Dabniel Alejandro Leon-Davis tjáði sig um atvikið á Twitter og lýsti því hvernig konan hefði hlaupið fremst í vélina og öskrað á aðra farþega. 

„Flugþjónarnir stóðu sig gríðarlega vel þegar hún fór að hvetja aðra farþega, þeir handjárnuðu hana. En auðvitað enduðum við á að nauðlenda í El Paso,“ skrifaði Leon-Davis. Hann furðaði sig á því sem væri að gerast og sagði upplifunina hafa verið gríðarlega furðulega. 

Lögregluþjónar tóku á móti konunni á flugvellinum í El Paso og vélin hélt sína leið til Los Angeles.

mbl.is