Cruise flaug sjálfur til Lundúna

Tom Cruise er sjálfbjarga.
Tom Cruise er sjálfbjarga. AFP

Stórleikarinn Tom Cruise þarf ekki einkaflugmann, hann flýgur bara sjálfur. Cruise sem dvelur um þessar mundir í Bretlandi við tökur á Mission: Impossible 8 lenti sjálfur á sérstökum þyrluflugvelli í Lundúnum á dögunum. 

Leikarinn var hæstánægður þegar hann lenti á þyrluflugvellinum London Edmiston Helipad í Battersea í Lundúnum að því fram kemur á vef Daily Mail. Kappinn flaug frá Chertsey í Surrey á Englandi þar sem hann var við tökur í kvikmyndaverinu Longcross. Var þyrluferðin því ekkert sérstaklega löng hjá stjörnunni. 

Cruise hefur verið með þyrluflugmannspróf síðan árið 1994 en með honum í þyrlunni í Bretlandi á dögunum var aðstoðarþyrluflugmaður. Leikarinn hefur það svo gott að hann á nokkur farartæki sem koma honum á milli staða í háloftunum. Hann þarf því ekki að sitja í umferð eins og annað fólk. 

Tom Cruise er með þyrluflugmannspróf.
Tom Cruise er með þyrluflugmannspróf. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert