Þessir fá aldrei uppfærslu á fyrsta farrými

Flugliðar vilja sá snyrtilegt fólk um borð í vélinni.
Flugliðar vilja sá snyrtilegt fólk um borð í vélinni. Unsplash.com

Það eru vissar týpur sem munu aldrei fá uppfærslu hjá flugfélögum. Allt veltur á klæðnaðinum segir flugliðinn Miguel Muñoz í viðtali við Express.co.uk.

„Óhrein föt eru það allra versta. Sumir koma um borð illa lyktandi í blettóttum fötum. Stundum sér maður að fólk er að koma beint af ströndinni eða af djamminu. Þau hafa ekki skipt um föt og eru stundum enn í sandölunum með sand á fótunum.“

„Ég myndi aldrei klæðast slíkum fötum í flugi. Ef maður hefur lítinn tíma til að hafa sig til fyrir flug þá á maður samt að reyna að skipta um föt þá á flugvellinum.“

„Það er augljóslega ekki gott að hafa slíka farþega og ég myndi aldrei uppfæra þá í betri sæti ef ég gæti. Óhrein föt eru á bannlista, sama hvernig föt það eru.“

„Þá myndi ég heldur aldrei uppfæra fólk sem lyktar, eða er drukkið. Sama gildir um þá sem eru líklegir til að vera með eitthvað vesen. 

Eins hafa aðrir flugliðar bent á mikilvægi þess að vera í góðum fötum í flugi. Það sé öryggisatriði að vera í fötum sem eru sniðin að líkamanum og hylja hann vel. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá vill maður ekki að fötin flækist í einhverju og verndi mann. Maður er líka hraðari út úr brennandi flugvél ef maður er í góðum skóm en ekki sandölum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert