Ísland í uppáhaldi hjá Queer Eye-stjörnu

France eyddi fjórum nóttum hér á landi með eiginmanni sínum.
France eyddi fjórum nóttum hér á landi með eiginmanni sínum.

Fatahönnuðurinn og sjónvarpsstjarnan Tanveer Wasim, einnig þekktur sem Tan France, skellti sér í fimm daga ferð til Íslands með eiginmanni sínum Rob núna í lok september. France er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Netflix-þáttunum Queer Eye.

Á bloggsíðu sinni greinir France frá Íslandsferðinni. Segir hann Ísland vera uppáhaldsstað sinn og eiginmannsins, en þeir hafa áður dvalið hér á landi.

Fyrstu tvær næturnar gistu France og Rob í húsi sem þeir leigðu einnig í sinni síðustu ferð. Hinum tveim nóttunum vörðu þeir á Retreat hóteli Bláa lónsins sem France segir vera uppáhalds hótel þeirra hjóna. Hrósar hann hótelinu sérstaklega fyrir að vera með góðan mat. 

Hér má sjá myndir frá dvöl hjónanna á Íslandi.

mbl.is