Vetrarparadís með stórbrotnu útsýni

Ljósmynd/Airbnb.com

Í hjarta Maelström-skógræktarsvæðisins í Kanada má finna sannkallaða vetrarparadís. Stórir gluggar, ljósir litir og minimalísk hönnun einkenna húsið sem er umlukið guðdómlegri náttúru. Það er óhætt að segja að útsýnið sé engu líkt, en það nær yfir allan Laurentian-fjallgarðinn og býður upp á stórkostleg sólsetur. 

Húsið er hannað af arkitektastofunni M4 Architecture og ber franska heitið Le MICA, en mica er steinefni úr vatnsblönduðu kalíum-ál-sílikati og nefnist á íslensku sem glimmer eða bíótít. Hönnunin er einstök og fellur vel að snæviþöktu umhverfinu. 

Húsið er staðsett í 25 mínútna akstursfjarlægð frá Québecborg og rúmar fjóra gesti hverju sinni. Í húsinu eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Það er vel hægt að njóta á köldum vetrardögum í þessu fallega húsi, enda gerir meiri snjór og kuldi útsýnið bara betra.

Húsið er til útleigu á Airbnb, en þar kostar nóttin 292 bandaríkjadali eða rúmlega 40 þúsund krónur. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is