Fékk töskuna til baka í molum

Casey Dubyk gladdist þegar hún fékk töskuna en á hana …
Casey Dubyk gladdist þegar hún fékk töskuna en á hana runnu tvær grímur þegar hún komst að því að taskan var ónýt. Samsett mynd

Gleðin entist ekki lengi eftir að Casey Dubyk endurheimti tösku sem týndist í innanlandsflugi með Air Canada á dögunum. Þegar hún opnaði pokann sem taskan var í kom að taskan var mikið löskuð sem og fötin sem voru í henni. 

Dubyk flaug með Air Canada til Calgary frá Vancouver hinn 26. september. Hún ætlaði að taka töskuna með sér í handfarangur en neyddist til að innrita hana eftir að starfsmaður gerði athugasemd við hana. 

Þegar hún kom til Calgary fann hún ekki töskuna sína og lét vita af því. Nokkrum dögum seinna fékk hún töskuna til baka og sýndi myndband á Tiktok af því þegar hún opnaði loksins pokann með töskunni. 

Í myndbandinu sýnir hún hvernig nokkur föt eru alveg ónýt eftir ferðalagið. Hún sagði viðtali við CBC News að skaðinn væri sennilega upp á rúmlega hundrað þúsund krónur. Hún segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá flugfélaginu eða skaðabætur.

@thecaseefacee can we get a BIG shout out to @aircanada for delivering my lost luggage to my hotel room. A call or note would have been nice but I guess this is okay too 🫠 #aircanadasucks #lostluggage #damagedluggage #aircanada #flightdrama #vancouver #yyccalgary #canada #flight #baggagecheck ♬ original sound - Casey Dubyk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert