Guðni leysir frá skjóðunni

Hákon krónprins og Guðni forseti í göngunni að gosstöðvunum. Hákon …
Hákon krónprins og Guðni forseti í göngunni að gosstöðvunum. Hákon var með norskt súkkulaði í bakpokanum. Kristinn Magnússon

Íslenska þjóðin fór næstum því á hliðina í síðustu viku þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Hákon, krónprins Noregs, gengu saman að gosstöðunum við Fagradalsfjall. Ástæðan var ekki bara gönguferðin heldur bakpokinn sem prinsinn var með og hvað gæti leynst í honum. Guðni hefur nú ljóstrað upp leyndarmálinu um hvað var í bakpokanum. 

„Við gengum meðal annars að gosstöðvunum við Fagradalsfjall í mikilli veðurblíðu og nutum leiðsagnar Kristínar Jónsdóttur eldfjallafræðings. Uppi á Langa-Hrygg dró krónprinsinn indælis norskt súkkulaði upp úr bakpoka sínum og deildi með okkur ferðafélögunum. Mér er óhætt að segja að Hákoni fannst mikið til staðhátta koma þarna,“ skrifar forsetinn í færslu á Facebook í dag. 

Hvaða tegund af norsku súkkulaði Hákon dró upp úr pokanum fylgir ekki með sögunni.  Ferðavefurinn greindi frá getgátum um hvað var í poka krónprinsins í síðustu viku og giskuðu margir á að hann hefði einmitt verið með eitthvað norskt sælgæti, eins og til dæmis súkkulaðið vinsæla Kvikk lunsj frá Freia. 

Krónprinsinn gæti einnig hafa verið með eitthvað annað súkkulaði frá Freia eða sænsk-norska sælgætisframleiðandanum Marabou, sem Íslendingar versla í bílförmum í Ikea. 

Kannski var Hákon krónprins með Kvikk lunsj í pokanum.
Kannski var Hákon krónprins með Kvikk lunsj í pokanum. Mynd/wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert