Ekki gera þetta við hótellyklakortið

Maður þarf að vera vel á varðbergi á ferðalögum og …
Maður þarf að vera vel á varðbergi á ferðalögum og ekki gefa óprúttnum aðilum upplýsingar um herbergið sem þú dvelur á. Unsplash.com/Devn

Justin Aldrich hefur starfað í hótelbransanum í fjölmörg ár. Hann segir að fólk eigi aldrei að geyma hulstrin sem það fær utan um hótellyklana.

„Þeir gestir sem týna lyklakorti sínu og hafa ekki tekið kortið úr hulstrinu eru að stofna sér og eigum sínum í hættu. Hulstrið er oftar en ekki merkt hótelinu og hefur þar að auki herbergisnúmerið skrifað á sig.

Hver sem er gæti fundið lykilinn og farið beint í herbergið. Það myndi ekki gerast ef lykillinn væri ekki í hulstrinu. Ómerktur lykill hefur hins vegar ekkert gildi fyrir ræningja nema þeir viti hvaða hóteli þú dvelur á.

Ef þú ert hræddur um að gleyma herbergisnúmerinu geturðu vistað þær upplýsingar á símanum þínum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert