Þetta þarftu til að sofa betur á ferðalögum

Margir óttast að einhver reyni að opna dyr hótelherbergis meðan …
Margir óttast að einhver reyni að opna dyr hótelherbergis meðan þeir sofa. Getty images

Mörgum er umhugað um öryggi sitt á ferðalögum og stundum upplifir fólk að hurðir hótelherbergja séu af lakara taginu. Stundum lendir fólk í herbergi þar sem ekki er hægt að setja keðju fyrir eða eitthvað sem veitir aukaöryggi.

Margir hafa gripið til þess ráðs að kaupa hurðastoppara með sírenu. Maður setur tækið undir hurðina og hávær sírena fer í gang strax og einhver reynir að opna hurðina að herberginu.

Þetta hafa bæði flugliðar og aðrir ferðalangar nýtt sér og segjast ekki ferðast án þess.

„Þetta tæki er frábært ef maður gistir á hótelum eða AirBnB. Maður setur þetta undir hurðina og þetta er mjög næmt tæki. Það eru þrjár stillingar á þessu og trúið mér, þetta vekur fólk úr fastasvefni,“ segir flugliði á TikTok. 

„Ég er einstæð móðir sem ferðast mikið með börnin. Ég á þetta og elska þetta. Ég þarf hins vegar að taka rafhlöðurnar úr tækinu þegar ég er á ferðalagi því þetta er svo næmt að það gæti farið af stað í töskunni.“

Önnur kona tekur í sama streng. „Ég ferðaðist ein til Mexíkó og elskaði þá auknu öryggistilfinningu sem tækið veitti mér.“

Þessi hurðastoppari fæst t.d. á Amazon undir leitarorðinu Doorstop Alarm.
Þessi hurðastoppari fæst t.d. á Amazon undir leitarorðinu Doorstop Alarm. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert