Miðjusætið – happasætið?

Miðjusætið verður happasætið hjá Virgin Atlantic næsta sumar.
Miðjusætið verður happasætið hjá Virgin Atlantic næsta sumar. GREG WOOD

Miðjusætið í flugvélum hefur hingað til ekki verið vinsælasta sætið. Ástralska flugfélagið Virgin Australia stefnir að því að reyna breyta því, en félagið kynnti á dögunum svokallað miðjusætislottó. 

Miðjusætislottóið felur í sér að farþegar sem sitja í miðjusætinu fara í happdrættispott og geta unnið skemmtileg verðlaun að verðmæti 145 þúsund bandaríkjadlai. 

„Virgin Australia er flugfélag sem gerir hlutina öðruvísi og við skemmtum okkur mikið við að skipuleggja spennandi nýjunar sem munu gera ferðalagið me okkur enn betra,“ sagði janye Hrdlicka, framkvæmdastjóri Virgin Australia Group, í tilkynningu. 

Frá 23. apríl 2023 munu allir í vildarklúbbi flugfélagsins, 18 ára og eldri, sem sitja í miðjusætinu í flugi fara í happdrættispott. Í hverri viku verður dregið úr pottinum. 

Verðlaunin eru allt frá þyrluflugi til tvegga nátta dvalar í Cairns þar sem allt er innifalið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert