Flugfreyjur gefa mikilvæg öryggisráð

Tvær flugfreyjur deila mikilvægum öryggisráðum með lesendum, en þær fara …
Tvær flugfreyjur deila mikilvægum öryggisráðum með lesendum, en þær fara alltaf eftir ákveðinni öryggisrútínu þegar þær bóka sig inn á hótelherbergi. Ljósmynd/Colourbox

Flugliðar eru ekki óvanir því gista einir á hótelherbergjum víða um heim, en flugfreyja nokkur segir ákveðinn ótta geta fylgt því og fer því alltaf eftir ákveðinni öryggisrútínu í hvert sinn sem hún bókar sig inn á hótel. Flugfreyjan segir ótta sinn stafa af reynslu eftir að reynt var að brjótast inn á hótelherbergi hennar í stoppi. 

Flugfreyjan deildi rútínu sinni á samfélagsmiðlinum TikTok. Hún segist „ekki vera með ofsóknaræði“ heldur sé hún kona sem hafi ferðast mikið og lært af reynslu sinni. 

Þegar flugfreyjan opnar hurðina á hótelherbergi sínu byrjar hún á því að setja ferðatösku sína fyrir hurðina svo hún lokist ekki. Þetta gerir hún svo hún komist fljótt út ef ske kynni að hún þyrfti að flýja. 

Hún skoðar síðan inn í alla skápa, undir rúmin og inn á baðherbergi til að ganga úr skugga um að enginn sé að bíða eftir henni í herberginu. Að því loknu sækir hún ferðatösku sína og læsir hurðinni með sérstakri læsingu. 

@lifestyledbyerie Hotel safety travel tips, ans no im not paranoid. Im a well travel female that has learned from experience. #flightattendant #traveltip #flightattendantlife #solotravel #hotelsafety #fyp ♬ The Home Depot Beat - The Home Depot

Algengt að hótelherbergi séu tvíbókuð

Önnur flugfreyja deildi nokkrum öryggisráðum á vef The Sun. Hún segist hafa gert það að vana að sofa og klæða sig alltaf með keðjuna krækta á hurðinni.

Flugfreyjan segist alltaf banka á hurðina áður en hún gengur inn, jafnvel þó hún haldi að hún sé sú eina sem er með lykil að herberginu. „Ég hef gengið inn á hluti sem ég þurfti alls ekki að sjá,“ sagði hún. 

„Ég var flugfreyja í rúman áratug og eyddi ótal nóttum ein á hótelherbergjum. Það er ekki óalgengt að hótel tvíbóki óvart herbergi sín og ég hef margoft vaknað við að einhver opni hurðina mína,“ sagði flugfreyjan. 

Það getur því borgað sig að fara eftir öryggisráðum flugliðanna, enda óneitanlega sjóaðir í þessum efnum. 

mbl.is