Fyrsta skóflustungan tekin að Fjallaböðunum

Fyrsta skóflustungan að Fjallaböðunum verður tekin í dag.
Fyrsta skóflustungan að Fjallaböðunum verður tekin í dag. Teikning/Basalt arkitektar

Fyrsta skóflustungan að Fjallaböðunum í Þjórsárdal verður tekin í dag, fimmtudaginn 3. nóvember. Fyrirhugað er að böðin opin árið 2025 en um er að ræða baðstað og hótel þar sem samspil náttúru og hönnunar á sér engan líkan. 

Einnig verða kynnt áform um frekari uppbyggingu þjónustu á svæðinu sem koma til með að styðja enn frekar við upplifun gesta. Þar má nefna gestastofu, veitingaaðstöðu, fjölbreytta gistimöguleika, sýningarhald og upplýsingamiðstöð.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram framkvæmdarstjóri Fjallabaðanna taka saman fyrstu skóflustunguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert